Sendu okkur fyrirspurn
Röntgen deildin er hluti heildarþjónustu Orkuhússins. Deildin býður upp á allar venjulegar röntgen rannsóknir, tölvusneiðmyndarannsóknir, ómskoðanir og segulómskoðanir.
Hjá okkur er gott andrúmsloft
Mikið er lagt í að gera aðstöðu fyrir gesti okkar sem besta. Biðstofan er rúmgóð og björt. Boðið er upp á nýmalað kaffi, te og ísvatn. Sjónvarp er til staðar með fréttarás og afþreyingarefni og liggja nýjustu tímaritin frammi. Þráðlaust net er einnig til staðar.