Skuggaefni

 

 

       simi

520 0170

Skuggaefni / Litarefni

Almennt um skuggaefni

Algengasta tegund skuggaefnis sem notuð er heitir Visipaque. Efnið er sameind sem inniheldur Joð. Eiginleiki þess er að hindra röngengeisla í hlutfalli við þéttni efnisins í mismunandi vefjum líkamans. Þannig fæst þéttnimunur, sem gefur betri aðgreiningu á innri líffærum auk þess sem skuggaefnis "upphleðsla" í vefjum getur gefið upplýsingar um eðli þeirra. Mikil þróun hefur átt sér stað frá fyrstu kynslóð skuggaefna. Þær gerðir sem notaðar eru í dag valda litlum hliðarverkunum og eru alvarlegar aukaverkanir mjög sjaldgæfar.

Skuggaefni er gefið í æð rétt fyrir rannsókn. Nýru skilja skuggaefnið út á stuttum tíma og er því mikilvægt að nýrun starfi eðlilega. Ef nýrnastarfsemi er minnkuð getur skuggaefnið valdið versnun á nýrnastarfsemi sem þó gengur venjulega til baka á 2-3 dögum. Starfsemi nýrna er metin útfrá kreatinin gildi í blóði. Kreatinin er niðubrotsefni frá vöðvum og er skilið út í nýrum. Því hækkar magn þess í blóði ef nýrun starfa ekki eðlilega.

 

Frábendingar

Skert nýrnastarfsemi: Ef nýrnastarfsemi er verulega skert er ekki gefið skuggaefni nema við ýtrustu nauðsyn.

Sykursýki: Sjá nánar hér.  

 

Skjaldkirtill: Skuggaefni inniheldur Joð alveg eins og skjaldkitilshormón. Er um verulega ofstarfsemi á skjaldkirtli er að ræða getur skuggaefnið valdið versnun á einkennum eftir nokkrar vikur. Einnig getur skuggaefnið truflað rannsóknir þar sem notað er geislavikt Joð.

Þungun-brjóstagjöf:

 

Ofnæmi: Algengt er að fólk finni fyrir einhverjum einkennum við inngjöf skuggaefnis sem þó eru ekki ofnæmistengd. Til dæmis hitatilfinning, þvaglekatilfinning og væg ógleði. Sumir fá svolítinn roða í húð og stundum kláða.

Alvarleg ofnæmi eru mjög sjaldæf. Allur er þó varinn góður og er mikilvægt að gefa upp ef fyrri saga er um ofnæmisviðbrögð við gjöf skuggaefnis. Þá er stundum hægt að gera annarskonar rannsókn og einnig er hægt að fyrirbyggja ofnæmisviðbrögð með ofnæmislyfjum, sem gefin eru fyrir rannsókn.

Rannsóknir

Undirbúningur

Orkuhúsið

logo

 

 

 

 

Röntgen deildin er hluti heildarþjónustu Orkuhússins.

Deildin býður upp á allar venjulegar röntgen rannsóknir, tölvusneiðmyndarannsóknir, ómskoðanir og segulómskoðanir.

 

husid3 

 

Staðsetning

Suðurlandsbraut 34

108 Reykjavík

Sími: 520-0170

Fax: 520-0171

This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Opnunartími

Mánudaga - Fimmtudaga

08:00 - 17:00

Föstudaga

08:00 - 16:00

Sumaropnunartími og hátíðisdagar