Rafrænar beiðnir
Tvær leiðir í boði
Læknar geta sent okkur rafrænar beiðnir eftir tveim leiðum. Annars vegar í Sögukerfinu (sjá leiðbeiningar hér að neðan) og hins vegar í beiðnakerfi okkar á beiðnir.rontgen.is (sótt um aðgang í rontgen@rontgen.is).
Að fylla út og senda beiðni í SÖGU:
1. Beiðni stofnuð
Þegar samskipti hafa verið stofnuð er “Nýtt rannsóknarblað” valið:
Fyllið út helstu upplýsingar og einnig ef óskað er eftir því að afrit af svari sé sent öðrum en sendanda beiðnir.
Þá er valin beiðni um myndgreiningu (Orkuhúsið):
2. Beiðni send
Eftir útfyllingu beiðnirinnar er hún send rafrænt með því að velja umslagið:
Orkuhúsið er valið sem móttakandi.
Athugið að það kemur gulur borði fyrir ofan eyðublaðið til staðfestingar á því að beiðnin hafi verið send.
Ritarar okkar hafa svo samband við sjúkling og gefa tíma í rannsóknina.
Niðurstöður eru sendar til baka eins fljótt og kostur er að rannsókninni lokinni.
Niðurstöðublaðið kemur fram á vinnulista viðtakandi læknis (sendanda beiðninnar) sem staðfestir móttöku. Blaðið kemur þá í samskiptatré sjúklings og nefnist Niðurstöður rannsókna II (Orkuhúsið).
Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér þessa lausn enn frekar eða vilja fá hana uppsetta á sinni stofnun er bent á að hafa samband við Origo.