Upplýsingar fyrir lækna

Beiðnasendingar

Læknar geta sent beiðnir rafrænt í Sögukerfinu eða í okkar eigin beiðnakerfi, sem er aðgengilegt í hvaða netvafra sem er. Einnig er hægt að fylla út pappírsbeiðnir (aðgengilegar hér) og senda í bréfpósti eða faxa í 520-0171

Í öllum tilvikum er rannsóknarsvarið að finna í Sögukerfinu (fyrir þá sem aðgang hafa að því) og ásamt myndefninu í okkar eigin kerfi, sem er aðgengilegt á netinu hér. Ef beiðni berst á pappírsformi er eintak af svarinu einnig sent á pappírsformi auk stafrænu eintakanna.

Aðrir meðferðaraðilar en læknar (s.s. sjúkraþjálfar) geta fengið fengið aðgang að rannsóknum og rannsóknarsvörum.

Veljið rétta útfærslu á rannsókninni

Vinsamlega passið að setja viðeigandi upplýsingar í “sjúkrasögu” og “spurningar”. Þetta þarf ekki að vera langur texti en nauðsynlegar upplýsingar eru mikilvægar til að velja rétta útfærslu á rannsókninni, túlkun á myndrannsóknunum og svo að við getum tekið nákvæmari afstöðu til þeirra atriða, sem skipta mestu máli.

Góð samskipti eru mikilvæg

Velkomið er að hafa samband til skrafs og ráðagerða. Það er mikilvægt að hafa góð samskipti varðandi sjúklingana sem við sinnum. Vinsamlega setjið símanúmer á beiðnir ef óskað er eftir að við höfum samband. Hafið þá bein númer til að komast hjá því að fara í gegnum skiptiborð vinnustaðanna sem getur verið tímafrekt.

 • Sími afgreiðslu: 520-0170 (einnig hægt að fá svör lesin í þessum síma)
 • Fax: 520-0171
 • Læknasímar:
  • Vakt 520-0175
  • Arnþór Guðjónsson 520-0181
  • Árni Grímur Sigurðsson 520-0183
  • Hildur Einarsdóttir 520-0178
  • H. Sunna Skírnisdóttir 520-0180
 • Netfang: rontgen@rontgen.is