Beiðnasendingar
Læknar geta sent okkur beiðnir eftir þremur leiðum:
- Þeir læknar sem vinna í Sögu-kerfinu geta sent okkur beiðni rafrænt í því kerfi. Sjá leiðbeiningar hér. Athugið að þótt Sögu-kerfið sé í notkun á LSH þá er málum þar þannig háttað að lokað er á beiðna- og svarasendingar til og frá LSH um Sögu-kerfið. Því er ekki hægt að senda okkur beiðni þessa leið frá LSH.
- Hægt er að senda okkur beiðni rafrænt um hlekkinn beidni.rontgen.is í hvaða vafra sem er. Ekki þarf sérstakan aðgang þar sem auðkenning á sér stað með rafrænum skilríkjum. Athugið að kerfið flettir viðkomandi upp í læknaskrá þannig að aðeins læknar og tannlæknar geta sent inn beiðnir.
- Hægt er að fylla út pappírsbeiðni sem er aðgengileg hér. Aðrar pappírsbeiðnir, ss frá LSH eða Röntgen Dómus eru einnig fullgildar. Hægt er að mæta með beiðnina til okkar þegar mætt er í rannsókn, senda hana í bréfpósti til okkar eða faxa í 520-0171
Veljið rétta útfærslu á rannsókninni
Vinsamlega passið að setja viðeigandi upplýsingar í “sjúkrasögu” og “spurningar”. Þetta þarf ekki að vera langur texti en nauðsynlegar upplýsingar eru mikilvægar til að velja rétta útfærslu á rannsókninni, túlkun á myndrannsóknunum og svo að við getum tekið nákvæmari afstöðu til þeirra atriða, sem skipta mestu máli.
Niðurstöður
Í öllum tilvikum er rannsóknarsvarið að finna í Sögu-kerfi Orkuhússins og því aðgengilegt öðrum heilbrigðisstofnunum um samtengingu Sögu-kerfa og á LSH í Heilsugáttinni undir "ytri gögn" frá Orkuhúsinu. Svarið er sent í Sögukerfi umbeiðandi læknis ef við á.
Auk þessa eru niðurstöður og myndefnið aðgengilegt læknum (og öðrum löggildum meðferðaraðilum) í vefgátt okkar að myndir.rontgen.is. Upplýsingar um aðgang að þeirri vefgátt er að finna hér.
Góð samskipti eru mikilvæg
Velkomið er að hafa samband til skrafs og ráðagerða. Það er mikilvægt að hafa góð samskipti varðandi sjúklingana sem við sinnum. Vinsamlega setjið símanúmer á beiðnir ef óskað er eftir að við höfum samband. Hafið þá bein númer til að komast hjá því að fara í gegnum skiptiborð vinnustaðanna sem getur verið tímafrekt.
- Sími afgreiðslu: 520-0170 (einnig hægt að fá svör lesin í þessum síma)
- Fax: 520-0171
- Læknasímar:
- Vakt 520-0175
- Arnþór Guðjónsson 520-0181
- Árni Grímur Sigurðsson 520-0183
- Áskell Löve 520-0181
- Helgi Már Jónsson 520-0180
- Hildur Einarsdóttir 520-0178
- Netfang: rontgen@rontgen.is