Markmið
Hjá Íslenskri myndgreiningu ehf skal unnið markvisst að því:
- Að öllum lögum og reglum um umhverfismál sé fylgt í rekstrinum.
- Að taka ákvarðanir um starfsemi og rekstur m.t.t. umhverfissjónarmiða.
- Að efla umhverfisvitund starfsfólks og hvetja starfsmenn til að bera virðingu fyrir umhverfinu.
- Að valdar séu umhverfismerktar vörur og þjónusta umfram annað við innkaup.
- Að stuðla að hagkvæmri notkun aðfanga og tækjabúnaðar og lágmarka sóun á öllum sviðum.
- Að flokka endurvinnanlegan úrgang þegar það er unnt.
- Að skapa heilbrigt og gefandi starfsumhverfi.
- Að vinna stöðugt að því að lágmarka kolefnisspor fyrirtækisins
Aðgerðir
Vöruinnkaup
Við vöruinnkaup skal velja vörur með viðurkenndum umhverfismerkjum þar sem kostur er og taka tillit til umhverfissjónarmiða jafnt sem kostnaðar og gæða. Ef þjónusta eða vörur eru sambærilegar ber að velja þann kost sem telst minnst skaðlegur umhverfinu. Dæmi:
- Velja skal pappír með vistvæna vottun og draga úr pappírsnotkun eftir því sem kostur er.
- Velja skal tölvu- og skrifstofubúnað með viðeigandi umhverfis- og orkusparandi merkingum þegar það er unnt.
- Velja skal ræstivörur sem eru merktar með viðurkenndum umhverfismerkjum (t.d. Svansmerkinu).
Endurvinnsla
Lágmarka skal sóun, flokka endurvinnanlegan úrgang og skila til endurvinnslu í samræmi við settar reglur og aðrar leiðbeiningar. Öllum spilliefnum, svo sem rafhlöðum, prenthylkjum og ljósaperum, skal fargað á viðeigandi hátt.
Starfsfólk er hvatt til að prenta hvorki né ljósrita að óþörfu. Leitast skal við að endurnýta pappír og geyma skjöl frekar á rafrænu formi en pappír þegar það er hægt. Jafnframt skal draga úr notkun einnota aðfanga, svo sem borðbúnaðar.
Sorpflokkun
Sorpflokkun fer fram á eftirfarandi hátt:
- Plast:
- Allar plastumbúðir annar plastúrgangur er flokkaður sérstaklega í viðeigandi ílát. Aðstaða til flokkunar er á öllum starfstöðvum og á kaffistofu. Tæmt daglega í endurvinnslugám.
- Pappír:
- Reynt er að lágmarka notkun pappírs en á þeim stöðum sem unnið er með pappír, svo sem skrifstofurýmum, eru ílát til flokkunar. Aðstaða til flokkunar pappírsumbúða á kaffistofu. Tæmt daglega í endurvinnslugám.
- Spilliefni:
- Spilliefni, svo sem rafhlöður og prenthylki, er safnað og skilað á viðeigandi móttökustað.
- Sóttmengaður úrgangur:
- Sóttmengaður úrgangur sem fellur til við starfsemina, svo sem nálar og æðaleggir, er safnað í þar til gerða poka og fargað hjá þriðja aðila.
- Raftæki:
- Ónýtum raftækjum er skilað á viðeigandi móttökustað til endurvinnslu.
- Dósir og flöskur:
- Áldósir og plast-/glerflöskum er safnað og farið með í endurvinnslu.
- Annar úrgangur:
- Reynt er að halda óendurvinnanlegum úrgangi í lágmarki.
Sóun
Fara skal sparlega með vatn og orkuauðlindir, t.d. skal ekki láta vatn renna að óþörfu og slökkva á rafmagnstækjum og ljósum í lok vinnudags. Ennfremur skal fara sparlega með ræstiefni við uppþvott og ræstingar.
Samgöngur
Leitast er við að velja umhverfisvænar leiðir þegar ferðast er á vegum fyrirtækisins og samnýta ferðir þegar hægt er.
Starfsfólk skal hvatt til að velja helst vistvæna ferðamáta til og frá vinnu.
- Aðgengi er að hleðslustöðum fyrir starfsfólk og skjólstæðinga sem eru á rafbílum.
- Sturtuaðstaða og hjólageymsla er í boði fyrir starfsfólk.
Leitast er við að halda fjarfundi og sækja námskeið á netinu eftir því sem kostur er
Kolefnisspor, aðgerðir og markmið
Heildarmarkmið
Draga úr kolefnisspori fyrirtækisins um 15% innan næstu 3 ára miðað við 2023, þegar heildarlosun var 24,9 tonn CO₂-ígildi. Markmiðið er að ná kolefnisspori niður í 21,2 tonn CO₂-ígildi á þeim tíma.
Áætlanir og aðgerðir
- Samgöngur starfsfólks
- Markmið: Lækka losun sem hlýst af ferðum starfsfólks til og frá vinnu um 20% á næstu þremur árum.
- Aðgerðir:
- Auka möguleika á fjarvinnu þar sem við á.
- Hvatar til starfsfólks til að nýta sér vistvæna ferðamáta, s.s. almenningssamgöngur, hjól eða rafbíla.
- Grænn samgöngusamningur til að styðja við bíllausa ferðamáta.
- Áætluð minnkun: 2,5 tonn CO₂-ígildi.
- Úrgangur og aðföng
- Markmið: Draga úr losun frá aðföngum og úrgangi um 10%.
- Aðgerðir:
- Endurskoða innkaup, með sérstakri áherslu á einnota heilbrigðisvörur, og auka hlutfall umhverfisvænna vara.
- Bæta enn flokkun og endurvinnslu á úrgangi.
- Minnka enn notkun á pappír og prentun í starfseminni.
- Áætluð minnkun: 0,3 tonn CO₂-ígildi.
- Fræðsla og þátttaka starfsfólks
- Markmið: Virkja starfsfólk í umhverfisstarfi fyrirtækisins.
- Aðgerðir:
- Árlegur fræðslufundur um umhverfisáhrif og ábyrgð.
- Þátttaka starfsfólks í umhverfisátökum, s.s. hvatning til að fylgja góðum umhverfisvenjum í daglegum störfum.
- Birting umhverfismarkmiða opinberlega
- Aðgerð: Birt umhverfisstefnu opinberlega á heimasíðu fyrirtækisins.