Hver rannsóknaraðferð gefur ákveðnar upplýsingar og eru oft gerðar fleiri en ein rannsókn á sama líkamshluta, sem gefa nánari heildarmynd en ef aðeins er gerð ein rannsókn.
Gott dæmi um þetta er röntgenrannsókn ásamt óm- eða segulómskoðun. Þá fást bæði upplýsingar um ástand beina og liða ásamt mjúkpörtum umhverfis, ss. sinum og liðböndum.
Allar rannsóknirnar utan ómskoðana eru framkvæmdar af geislafræðingi en röntgenlæknar lesa úr rannsókninni og senda svar/ álit til þess læknis sem óskaði eftir rannsókninni. Ómskoðanir eru framkvæmdar af sérfræðilæknum.
Ef óskað er eftir að svör séu einnig send til annarra lækna eða meðferðaraðila er það sjáfsagt og t.d. ráðlegt að rannsóknir séu sendar heimilslækni, sem ætlað er að hafa góða yfirsýn yfir sjúkrasögu sinna skjólstæðinga.
Læknar og aðrir meðferðaraðilar geta einnig fengið beinan aðgang að myndrannsóknum og rannsóknarsvörum sinna skjólstæðinga.