Rannsóknarniðurstöður eru að finna í Sögukerfinu og ásamt myndefninu á myndir.rontgen.is.
Læknar og aðrir meðferðaraðilar geta fengið aðgang að rannsóknum og rannsóknarsvörum rafrænt í gegnum kerfið Carestream Vue Motion í hvaða netvafra sem er.
Rannsóknarsvörin er einnig að finna í Sögu sjúkraskrárkerfinu fyrir þá sem hafa aðgang að því.
Ef búið er að stofna aðgang er hægt að ýta beint á hlekkinn fyrir neðan eða fara á myndir.rontgen.is í hvaða vafra sem er óháð stýrikerfi, þó er mælt með Chrome vafranum frá Google.
Til að fá aðgang þarf að fylla út þetta eyðublað til þess að uppfylla skilyrði sem varða persónuvernd og annað öryggi. Eyðublaðið er hægt að fylla út og senda rafrænt undirritað með rafrænum skilríkjum. Einnig er hægt að senda til okkar útfyllt sem viðhengi í rontgen@rontgen.is, faxa það í 520-0171 eða senda í bréfpósti.
Athugið að aðgangurinn er aðeins fyrir lækna og aðra viðurkennda meðferðaraðila samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Auk lækna eru þ.á.m. tannlæknar/tannsmiðir, sjúkraþjálfarar og kírópraktorar. Allar uppflettingar í þessu kerfi eru skráðar niður. Óheimilt er að sækja rannsóknir og/eða niðurstöður fyrir aðra en þá sem eru í meðhöndlun hjá viðkomandi meðferðaraðila.
Á eyðublaðinu velur þú þér notandanafn, við sendum þér síðan upplýsingar um hvernig skal tengjast og þá fylgir tímabundið lykilorð sem þú verður beðin um að breyta við fyrstu innskráningu.