Hágæða greining

Hröð þjónusta


Engin bið


Röntgen:

0-1 dagur

Tölvusneiðmynd:

0-1 dagur

Ómun:

0-1 dagur

Segulómun:

0-10 dagar

Frábært aðgengi

Röntgen Orkuhúsið er í Urðarhvarfi 8, stóru glerbyggingunni efst við Breiðholtsbraut. Við erum á 1. hæð við inngang A.

Aðkoma að byggingunni er að sunnanverðu og hægt að leggja bílum á þremur mismunandi hæðum:

1. hæð: Aðkoma gegnum bílageymslu austanmegin.

2. hæð: Aðkoma gegnum bílageymslu sunnanmegin.

3. hæð: Aðkoma frá bílastæði við apótek sunnanmegin.

Aðgengi er einstaklega gott. Hægt er að ganga inn þurrum fótum allan ársins hring. Sjálfopnandi hurðir og lyftur milli hæða.

Heildstæð þjónusta

Við veitum heildstæða hágæða myndgreiningarþjónustu með öllum helstu myndgreiningarrannsóknum.

Með heildstæðri þjónustu getum við komist að niðurstöðu þrátt fyrir ófyrirsjáanlegar einstaklingsbundnar aðstæður og klárað greiningu óljósra atriða með áframhaldandi rannsóknum.

Röntgen: Einföld og fljótleg rannsókn sem hentar vel til rannsókna á beinum og lungum.

Ómun: Einföld og örugg aðferð til mats á mjúkvefjum, kviðarholi og æðum.

Tölvusneiðmynd: Nákvæm og fljótleg þrívíddar rannsókn til skoðunar á öllum hlutum líkamans.

Segulómun: Skilar framúrskarandi myndgæðum, mest notuð við rannsóknir á stoðkerfi og taugakerfi.

Hágæða greining

Líkt og gildir um aðra sérhæfða þjónustu byggir val lækna á myndgreiningarþjónustu á gæðum fremur en nálægð.

Meginafurð myndgreiningarþjónustu er skrifleg niðurstaða og ráðast gæðin af samspili myndgæða og úrlestrar.

Reynslumiklir geislafræðingar tryggja gæða rannsóknir.

Öflugur tækjabúnaður skilar hágæða myndum.

Þrautreyndir myndgreiningarlæknar tryggja öruggar og skýrar rannsóknarniðurstöður með sérhæfðum líffærakerfamiðuðum úrlestri mynda.

Til okkar leita læknar af öllu landinu sem vilja stutta bið og framúrskarandi myndgreiningarþjónustu fyrir skjólstæðinga sína.