Við veitum heildstæða hágæða myndgreiningarþjónustu með öllum helstu myndgreiningarrannsóknum.
Með heildstæðri þjónustu getum við komist að niðurstöðu þrátt fyrir ófyrirsjáanlegar einstaklingsbundnar aðstæður og klárað greiningu óljósra atriða með áframhaldandi rannsóknum.
Röntgen: Einföldog fljótleg rannsókn sem hentar vel til rannsókna á beinum og lungum.
Ómun: Einföld og örugg aðferð til mats á mjúkvefjum, kviðarholi og æðum.
Tölvusneiðmynd: Nákvæm og fljótleg þrívíddar rannsókn til skoðunar á öllum hlutum líkamans.
Segulómun: Skilar framúrskarandi myndgæðum, mest notuð við rannsóknir á stoðkerfi og taugakerfi.