Niðurstöður

Rannsóknir eru lesnar af sérfræðingum í myndgreiningu. Tilvísandi læknar fá niðurstöður sendar rafrænt og bera ábyrgð á upplýsingagjöf til skjólstæðinga sinna.

Bráðarannsóknir: Niðurstaða send strax.

Aðrar rannsóknir: Niðurstaða send innan 1-2 daga.

Allir læknar hafa rafrænan aðgang að niðurstöðum.

Við veitum ekki upplýsingar um niðurstöður.

Afhending gagna

Við veitum ekki upplýsingar um niðurstöður gegnum net eða síma. Einstaklingar geta fengið afrit af eigin gögnum gegn framvísun persónuskilríkja.

Allir læknar á Íslandi hafa rafrænan aðgang að niðurstöðum gegnum vefgátt okkar og önnur kerfi.

Útprentun skriflegra niðurstaða er gjaldfrjáls.

Myndir á USB kubbi fást gegn vægu gjaldi.

Endurmat

Við endurmetum rannsóknir eingöngu að ósk lækna, t.d. ef fram koma nýjar upplýsingar eða viðbótar spurningar.

Við endurmetum okkar rannsóknir án endurgjalds.

Aðrar innlendar rannsóknir eru ekki endurmetnar.

Erlendar rannsóknir eru endurmetnar gegn gjaldi.