Gjaldskrá

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gefa út gjaldskrá og taka þátt í kostnaði sjúkratryggðra að uppfylltum vissum skilyrðum. Einingaverð rannsókna er 20% lægra hjá okkur en hjá opinberum aðilum (t.d. LSH).

Verð rannsókna er einstaklingbundið og háð greiðslustöðu hjá SÍ. Samanlagður kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu sjúkratryggðra fer þó ekki yfir eftirfarandi hámark á einum mánuði:

Börn 0-18 ára: Greiða ekkert.

Fullorðnir: 35.824 kr hámark.

Aldraðir og örykjar: 23.884 kr hámark.

Eftir að hámarki er náð er öll heilbrigðisþjónusta ókeypis. Ef engin þjónusta er notuð  hækkar greiðsluþakið um 5.971 kr/mán (fullorðnir) eða 3.981 kr/mán (aldraðir/öryrkjar) þar til hámarki er náð að nýju. Við getum flett upp greiðslustöðu og gefið upp verð.

Upplýsingar um gjaldskrá og greiðsluþáttöku á vef SÍ.

Greiðsluþáttaka

Allir læknar geta sent okkur beiðni, en nýjar reglur SÍ takmarka hinsvegar greiðsluþáttöku vegna myndgreiningar við eftirfarandi hópa tilvísandi lækna.

Læknar á heilsugæslustöðvum og hjá Læknavaktinni ehf.

Læknar sem starfa á grundvelli samninga við SÍ, vegna þjónustu sem fellur undir samningana.

Læknar sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana ríkisins sem gert hafa samkomulag við SÍ um þjónustuna.

Greiðsluþáttaka SÍ hefur sérstaklega þýðingu fyrir börn, sem fá ókeypis myndgreiningu, og fyrir einstaklinga sem þurfa ítrekaðar eða dýrar rannsóknir sem kosta meira en hámarksgreiðsla.