Tímabókun

Þegar læknir hefur sent okkur myndgreiningarbeiðni getur þú hringt og bókað tíma, eða beðið eftir því að við höfum samband.

Við getum gert flestar rannsóknir samdægurs.

Við tökum við rafrænum beiðnum frá öllum læknum, frá læknastofum, heilsugæslu og sjúkrahúsum.

Þú hringir og bókar tíma, eða bíður eftir símtali frá okkur.

Ef þú átt beiðni um röntgen, ómun eða tölvusneiðmynd getur þú í samráði við þinn lækni komið beint til okkar og beðið eftir næsta lausa tíma. Biðin er venjulega stutt.

Tímabókunin segir hvenær þú átt að mæta á staðinn og hefst sjálf myndatakan venjulega skömmu síðar.

Tímalengd

Algeng tímalengd rannsókna er 10-20 mínútur en breytileikinn þó töluverður og háður samspili eftirfarandi þátta:

Myndgreiningaraðferð.

Líkamshluti sem skoða skal.

Sjúkdómur sem meta skal.

Sérstakur undirbúningur.

Fjöldi rannsókna í sömu heimsókn.

Samstarfsgeta skjólstæðings.