Fyrirtækið

Röntgen Orkuhúsið er í eigu Íslenskrar myndgreiningar ehf. og veitir heildastæða myndgreiningarþjónstu með sérhæfðum úrlestri allra líffærakerfa. 

Hjá okkur er jákvætt og reynslumikið starfsfólk sem myndar saman eina sterka þjónustuheild fyrir viðskiptavini okkar.

Sérhæfðir móttökustarfsmenn.

Heilbrigðisgagnafræðingar.

Geislafræðingar.

Myndgreiningarlæknar.

Við erum einnig hluti Orkuhússins sem er samstarf þriggja öflugra fyrirtækja á sviði stoðkerfisvandamála:

Íslensk myndgreining ehf: Myndgreiningarþjónusta.

Stoðkerfi ehf: Stoðkerfislækningar.

Sagan

Röntgen Orkuhúsið dregur nafn sitt af Orkuveituhúsinu á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar þar sem starfsemin var í 17 ár áður en hún flutti í núverandi húsnæði að Urðarhvarfi 8.

Íslensk Myndgreining ehf. hóf rekstur í desember 1999  með starfsstöð í Álftamýri 5  þar sem einnig voru Læknastöðin og Sjúkraþjálfun Íslands. Í upphafi var einungis boðið upp á hefðbundnar röntgen rannsóknir, en fljótlega bættist við ómtæki. Haustið 2001 var tekið í notkun segulómtæki, sem var svokallað opið tæki fyrir útlimarannsóknir. Við það efldist deildin mjög og vegna vaxandi umsvifa varð sífellt þrengra um starfsemina í húsnæðinu.

Snemma árs 2003  flutti öll starfsemin úr Álftamýri  og í Orkuveituhúsið Suðurlandsbraut 34, sem áður hýsti höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir gagngerar breytingar á húsnæðinu hófst starfsemi í ágúst undir nafninu Orkuhúsið, enda vel þekkt kennileyti í borginni. Um leið fékk fyrirtækið viðurnefnið Röntgen Orkuhúsið. Starfsemin óx jafnt og þétt og samhliða því bættust við ný myndgreiningartæki. Fyrst var tekið í notkun tölvusneiðmyndatæki og svo var öðru röntgentæki bætt við. Síðar bættist við stórt segulómtæki auk þess sem útlima segulómtæki var endurnýjað. Samhliða stækkun jókst fjölbreytni í starfseminni og sinnti fyrirtækið nú öllum almennum myndgreiningarrannsóknum fyrir breiðan hóp skjólstæðinga og lækna.

Árið 2020  flutti Röntgen Orkuhúsið ásamt allri starfsemi Orkuhússins í nýtt og glæsilegt húsnæði að Urðarhvarfi 8 þar sem starfsemin er enn til húsa. Eldra útlimasegulómtæki var skipt út fyrir nýtt stórt segulómtækið árið 2024. Fyrirtækið ræður nú yfir öflugum myndgreiningartækjum og framúrskarandi starfsfólki sem veitir heildræna myndgreiningarþjónustu þar sem gæði og skilvirkni eru í fyrirrúmi.

Orkuveituhúsið þar sem starfsemin var 2003-2020.

Starfsemin er í dag í glæsilegu húsnæði að Urðarhvarfi 8.

Stefnur

Stefnur fyrirtækisins styðja við daglegan rekstur þess.

Stjórn

Stjórn Íslenskrar myndgreiningar er skipuð fagfólki í fremstu röð.

Arnþór Heimir Guðjónsson, meðstjórnandi.

Árni Grímur Sigurðsson, stjórnarformaður.

Áskell Löve, meðstjórnandi.

Hildur Einarsdóttir, meðstjórnandi.

Sigurveig Þórisdóttir, meðstjórnandi.